
Bára Friðriksdóttir
Fjölskyldufræðingur og prestur
-
Vegferð með þeim sem eru í sorg eða takast á við lífskreppur
Hjónaviðtöl, leiðir að lausnum, samkennd og betri samskiptum
Heildræn sýn á fjölskylduna sem kerfi og að vandi eins hafi áhrif á fjölskyldukerfið
Horft til vandamála og áfalla sem flytjast á milli kynslóða
Áfalla- og tengslamiðuð nálgun við börn og fjölskyldur þeirra
Áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á heilsufar og velferð á fullorðinsárum
Mikilvægi áhrifa uppvaxtarskilyrða og tengsla á þroska og hæfni síðar á lífsleiðinni
Afleiðingar tilfinningalegrar vanrækslu og tengslavanda í æsku
Foreldrafærni og mikilvægi góðrar tengslamyndunar
Þroskasaga einstaklings og hvernig vinna má með áföll til góðs
Nálgun sem eflir tengsl einstaklings við sjálfan sig, sjálfsrækt og samkennd
Að eldast vel, forvarnir við öldrun og úrvinnsla æviskeiða
Fyrir þau sem takast á við tilvistarspurningar eða trú er ég til staðar að tala um hið óræða og óskiljanlega í tilverunni.
Vegferð með þeim sem takast á við geðrænar áskoranirforeldrum
Heimaþjónusta/vettvangsvinna fyrir barnavernd og félagsþjónustu
Vinna með börn með tilfinningavanda
Circle of security, öryggishringurinn
-
Tengslamiðuð fjölskyldumeðferð byggð á tengslakenningunni og öðrum aðferðum fjölskyldumeðferðar.
Úrvinnsla á sorg, lífskreppum og áföllum.
Þegar hentar er nálgun kyrrðarbænar kynnt. Það er íhugun eftir ákveðinni aðferð í þögn til endurnæringar. Hún skapar kyrrð, jafnvægi, gleði, getur aukið einbeitingu og losar um meðvirkni.
Öldrunarfræði, stefnur, kenningar og rannsóknir öldrunarfræða.
-
2024 Fjölskyldumeðferðarfræði, 90 ein diploma, Endurmenntun HÍ.
2019 Stjórnendur og starfsmenn í þriðja geiranum, diploma Háskólinn í Reykjavík.
2016 MA í norrænni öldrunarfræði, félagsvísindasviði HÍ.
2003 Klínískt sálgæslunám á LSH og Endurmenntun HÍ.
1995 Embættispróf í guðfræði Háskóli Íslands.
Námskeið m.a. um:
2021 Heilavinur, Alzheimer–samtökin.
2014 Kyrrðarbæn, (núvitundarhugsun) 40 klst kennsluréttindi.
2004 Barnavernd, Barnaverndarstofa.
1993 Heimilis- og kynferðis–ofbeldi, Stígamót.
-
2024 – núverandi Fjölskyldufræðingur hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð
2024 – núverandi Verkefnastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma
2022-2024 Íslenskukennsla fyrir flóttafólk
2019- núverandi Sjálfstætt starfandi, námskeið og fyrirlestrar, ritstörf
Prestur
1998-2012 og 2015-2019 Prestur Þjóðkirkjunnar bæði á landsbyggðinni og í höfuðborginni.
Vinna fyrir fatlaða
1997-1998 og 2012-2015 Sérfræðingur hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar með fötluðum. Veitti fólki börnum og fullorðnum með margvíslega fötlun stuðning, tilsjón og ráðgjöf
2003-2004 Afleysing sem félagsmálastjóri í Hveragerðisbæ. Þar sinnti ég einnig barnavernd.