
Við bjóðum reglulega upp á námskeið fyrir skjólstæðinga Grænuhlíðar og almenning
Á döfinni:
Byggjum sterkari tengsl – Grunnnámskeið – UPPSELT
Námskeiðið er ætlað foreldrum og fagaðilum sem koma að umönnun barna allt frá fæðingu til unglingsára. Þátttakendur læra að lesa í þarfir barnanna og þannig styrkja tengslin. Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku í 10 skipti og hefst 6. maí. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda fyrirspurn hér að neðan.
Námskeiðið kostar 280.000kr.
Safe and Sound Protocol - dagsetning verður auglýst síðar
Skráðu þig á námskeið hér
Dæmi um námskeið sem munu standa til boða síðar eru:
Tengslamiðuð fræðsla fyrir foreldra fyrir fæðingu barns
Tengslamiðuð fræðsla fyrir foreldra eftir fæðingu barns
Tengslaeflandi fræðsla út frá efni Öryggishringsins (Circle of security) fyrir foreldra barna á öllum aldri
,,Að skilja hegðun barnsins þíns” (Solihull aðferðin)