Meðferð


Boðið er upp á meðferð fyrir fjölskyldur í heild sinni eða aðila innan hennar eftir því sem við á. Þó barnið/ungmennið sé miðpunktur allrar meðferðar hjá okkur er fjölskyldan og aðrir aðilar sem standa þeim nærri ekki síður mikilvægir í þeirri vinnu sem fer fram. Til þess að ná sem mestum árangri er því ætlast til að umsjónaraðilar barnsins/ungmennisins séu virkir þátttakendur í meðferðinni.

Öll mál sem koma inn á borð Grænuhlíðar eru unnin í teymisvinnu og er fagþekking starfsmanna fjölbreytt og meðferðarúrræðin eftir því. Í upphafi er gert þverfaglegt mat í samræmi við megin vanda barns/ungmennis og/eða fjölskyldu. Í kjölfarið er valin meðferð þar sem sérhæfing meðferðaraðilanna er nýtt til að nálgast vanda hverrar fjölskyldu á sem bestan og mest viðeigandi hátt.


Nánari lýsing á meðferðarúrræðum