
Mikilvægi fyrstu áranna
Þegar barn fæðist er heili þess afar frumstæður og sér fyrst og fremst um að líffærakerfið virki. Það er samt ekki nóg að bíða eftir að heili barnsins þroskist því það gerist ekki af sjálfu sér. Hvernig hann þroskast er háð aðstæðum og reynslu barnsins og hann er aldrei jafn auðmótanlegur og fyrstu mánuði ævinnar. Það á jafnt við um sjálft líffærið og hugmyndirnar sem þar verða til og eiga þátt í að móta sjálfsmynd barnsins og viðhorf þess til lífsins.

Bregðast þarf við nýrri þekkingu
„Okkar hefðbundna læknisfræðilíkan snýst mest um að greina einkenni hjá fólki og flokka í ákveðnar raskanir. Meðferðin beinist svo að því að laga einkennin. Þegar þunglyndiseinkenni eru meðhöndluð, er aðallega stuðst við lyf og hugræna atferlismeðferð. Sama má segja um kvíðaeinkenni, áráttu og þráhyggju eða ADHD-einkenni. Að flokka einkenni í mismunandi sjúkdóma hefur verið gagnlegt í rannsóknarskyni og í sambandi við meðferð. Flokkunin hefur þó skilað takmörkuðum árangri í að fyrirbyggja veikindi. Skilningur á fyrirbærunum hefur aukist mjög mikið, Komið hefur fram að tveir lykilþættir í öllum þessum röskunum eru eiginleikar sem verða til snemma á ævinni.
Annars vegar er það hæfileikinn til að tempra tilfinningasveiflur eða hvernig okkur gengur að róa taugakerfið þegar við erum í uppnámi. Hins vegar er það stýrifærni, sem er hæfileikinn til að einbeita sér, forgangsraða hlutum, skipuleggja sig, fara eftir skipulagi og ljúka hlutum. Þarna kemur einnig inn í hvatvísi og ofvirkni.

Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra
„Ef að móðirin er undir miklu álagi, ef að hennar streituhormón er hátt, þá verða hreinlega breytingar á genum í fylgjunni sem að hleypa streituhormón í gegn og það hefur áhrif á streitukerfi barnsins,“ segir Anna María.

Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið!

Útvarpsviðtal við Önnu Maríu jónsdóttur og Sæunni Kartansdóttur um þunglyndi

Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu

Lengi býr að fyrstu gerð: Áhrif áfalla, streitu og erfiðrar reynslu í æsku
Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að streita og áföll í æsku geta haft mikil áhrif á velferð, þroska og heilsu barna og geta áhrifin varað alla ævi ef ekkert er að gert. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er sérstaklega mikilvægur tími þar sem heilinn er viðkvæmur og auðmótanlegur á þeim tíma. Þegar barn upplifir langvarandi streitu geta orðið breytingar á starfsemi og uppbyggingu heilans, ásamt truflun á starfsemi hormóna-, ónæmis- og taugakerfis. Með tímanum minnkar viðkvæmni og mótanleiki heilans og krefjast breytingar á heilastarfseminni síðar á ævinni meiri fyrirhafnar. Sú vitneskja sýnir að á fyrstu æviárum barna gefst gullið tækifæri til þess að stuðla að heilbrigðu þroskaferli og velferð þeirra. Tengsl hafa fundist á milli áfalla í æsku, heilsubrests á fullorðinsárum og auknum líkum á örorku. Einstaklingar eru þá í aukinni hættu á að vera óvirkir í samfélaginu og því getur tapast mikill mannauður. Síðast en ekki síst getur skapast aukin þjáning af skertum lífsgæðum og erfiðri félagslegri stöðu þessa hóps. Allt þetta leiðir til mikils kostnaðar, s.s. í heilbrigðis-, félags- réttar- og menntakerfinu. Snemmtæk inngrip eru mjög mikilvæg og þjóðhagslega hagkvæm, til að grípa inn í aðstæður barna sem búa við langvarandi streitu og erfiðleika til að fyrirbyggja og/eða minnka afleiðingar. Það er þó aldrei of seint að grípa inn í og bæta líðan og velferð ef viðeigandi úrræði eru til staðar. Til þess að koma í veg fyrir þær alvarlegu afleiðingar sem áföll í æsku geta haft, þarf að bæta menntun fagfólks, tryggja snemmtæk, viðeigandi inngrip á öllum stigum kerfisins og auka samvinnu stofnana í málefnum barna.