
Íris Stefánsdóttir
Sálfræðingur
-
Íris starfar bæði á eigin stofu og með Grænuhlíð og er staðsett í Sundagörðum 2. Á eigin stofu sinnir Íris sálfræðiþjónustu við fullorðna eldri en tvítugt. Í Grænuhlíð sinnir Íris bæði sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna.
Áföll og áfallastreita
Tilfinningavandi
Kvíði
Depurð
-
EMDR áfallameðferð
Samkenndarmeðferð
Hugræn atferlismeðferð
Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir börn og unglinga
-
2023 EMDR meðferð og hugarfléttur hjá Gyðu Eyjólfsdóttur og Margréti Blöndal janúar
2022 Grunnnám í samkenndarmeðferð hjá Compassionate Mind Foundation
2021 EMDR meðferð við tengslaáföllum hjá Azena Yurtsever og Ayze Bombaci september
2021 EMDR meðferð við flóknum áföllum og hugrofsvanda hjá Kathleen Martin mars
2020 EMDR við flóknum áföllum og partavinna hjá Roger Salomon desember
2019 Sérhæfð grunnþjálfun í EMDR meðferð barna hjá Renée Beer
2018 Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir börn, handleiðsla hjá Monica Fitzgerald maí - nóv 2018
2013-2014 Grunnþjálfun 1 og 2 í EMDR hjá Roger Salomon á tímabilinu
2015 - 2017 Sérnám í hugrænni atferlismeðferð
2005 - 2009 PMTO meðferðarmenntun hjá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar
2001 Kandídatspróf frá Kaupmannahafnarháskóla
-
Íris hefur starfað sem sálfræðingur frá 2001. Hún hefur í gegnum tíðina starfað sem sálfræðingur við skóla, hjá Þroska og hegðunarstöð, á heilsugæslustöð, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, auk þess sem hún hefur unnið sjálfstætt á stofu. Helstu áherslur í meðferð er EMDR áfallameðferð, samkenndarmeðferð og hugræn atferlismeðferð.