Sólrún Erlingsdóttir sálfræðingur hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð

Sólrún Erlingsdóttir

Sálfræðingur

Sólrún býður aðeins upp á fjarviðtöl

Óska eftir fjarmeðferð í gegnum Kara Connect

Senda Sólrúnu tölvupóst

  • Kvíði

    Depurð

    Sjálfstyrking

    Meðvirkni

    Vanlíðan vegna æskunnar og/eða núverandi kringumstæðna

    Samskiptavandi innan fjölskyldna

    Ráðgjöf til foreldra og aðstandanda vegna tilfinninga og/eða hegðunarvanda hjá börnum/unglingum

    Tengslaeflandi og fjölskuldumiðuð meðferð

  • Sólrún nýtir sér þekkingu úr ýmsum áttum, svo sem þekkingu á áhrifum uppvaxtarskilyrða og áfalla í æsku á líðan, þroska og taugafræði einstaklingsins. Einnig þekkingu á hugrænni og díalektískri atferlismeðferð og fjölskyldu og tengslamiðaðri meðferð.

  • 2019 - 2022 M.Sc. gráða í klínískri barnasálfræði, Háskóli Íslands. Lokaverkefni: The predictive value of the SWAN scale on reading fluency in a sample of Icelandic children

    2016 - 2019 B.Sc. gráða í sálfræði, Háskólinn í Reykjavík. Lokaverkefni: The effects of the Newborn Behavioural Observation approach on mothers’ curiosity and interest in interpreting their infants’ mental states

    2012 Stúdentspróf, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

    Endurmenntun

    2024 Dyadic developmental psychotherapy-parenting practise (DDP-PP) Level 1 - fjögurra daga námskeið um tenglsmyndandi meðferðarnálgun í vinnu með börnum og foreldrum þeirra. Haldið af Allison Keith hjá DDP Network.

    2023 “Lesið í tjáningu ungbarna” – Newborn Behavioral Observation (NBO), þriggja daga námskeið ásamt þjálfun undir handleiðslu. Haldið af Stefaníu B. Arnardóttur sérfræðingi í fjölskylduhjúkrun í samstarfi við Geðheilsumiðstöð barna í Noregi og Brazelton Institute í Boston.

    2023 Intergrated attachment family therapy, fjögurra vikna námskeið hjá Dafna Lender, barna og fjölskyldu meðferðaraðila, á vegum Trauma Research Foundation þar sem kennd er tengslaeflandi fjölskyldumeðferð út frá hugmyndafræði Theraplay, polyvagal theory og Dyadic developmental psychotherapy.

    2023 Hjálp fyrir kvíðin börn - foreldramiðað HAM námskeið, kennsla hjá Brynjari Halldórssyni, nýdoktor og klínískum sálfræðingi, þar sem áhersla er lögð á að kenna foreldrum hugmyndafræði HAM og að aðstoða þá við að vinna á kvíða barna sinna.

    2023 DBT skills for adolescents and families, sex vikna námskeið um lykilþætti DAM færniþjálfunar fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra.

    2022 Safe and Sound Protocol (SSP), fimm daga tónlistarmeðferð hjá Margréti Gunnarsdóttur sálmeðferðarfræðingi.

    2022 The Story Stem Assessment Profile (SSAP), matsaðferð til að meta tengsl og staðalímyndir barna. Fjögurra daga námskeið hjá Anna Freud Center í London.

    2022 Brosmildu og stilltu börnin, námskeið frá Endurmenntun hjá Ragnheiði B. Guðmundsdóttur fjölskyldufræðings um mat á tengslahegðun barna og foreldra.

    2016 Geðheilsa ungra barna, tveggja daga námskeið hjá Rakel Rán Sigurbjörnsdóttur fjölskyldumeðferðarfræðingur.

  • Sólrún hefur starfað sjálfstætt á stofu síðan vorið 2022. Hún starfaði einnig hjá Geðheilsumiðstöð barna frá 2022-2023, þar sem hún sinnti meðferð og ráðgjöf til barna, ungmenna og foreldra.

    Sem nemi í klínískri sálfræði sinnti Sólrún meðferð fullorðinna í Sálfræðiráðgjöf háskólanema. Einnig sinnti hún greiningu og meðferð barna á göngudeild BUGL.