Margrét Gunnarsdóttir sálmeðferðarfræðingur og geðsjúkraþjálfari hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð

Margrét Gunnarsdóttir

Sálmeðferðarfræðingur

EMDR meðferðaraðili 

Sérfræðingur í geðsjúkraþjálfun með áfallameðferð sem áherslusvið

Senda Margréti tölvupóst

  • Áföll og áfallastreituröskun, hugsrofsraskanir (dissociative disorders)

    Tengsla- og samskiptavandi

    Streita og kulnun, álag á taugakerfi

    Sálvefrænn vandi

  • Líkamsmiðuð sálræn meðferð; somatic psychotherapy

    Áfallameðferð; m.a. EMDR og Deep Brain Reorienting (DBR) meðferð

    Tengslameðferð fyrir foreldra og ung börn; Parent-infant psychotherapy

    Sérhæfð meðferð fyrir taugakerfið; Safe and sound protocol meðferð

    Núvitund, líkamsvitund

    Margrét býður upp á líkamsmiðaða sálræna meðferð (somatic psychotherapy) og áfallameðferð. Áhersla í meðferð er á tengsl, samskipti, núvitund og órjúfanlegt samspil líkama, huga og tilfinninga. EMDR og Deep Brain Reorienting (DBR) nálganir í áfallameðferð eru notaðar þegar við á og þá stuðst við þriggja fasa áfallameðferð; 1. stöðugleika og bjargráð, 2. úrvinnslu áfalla og 3. samþættingu.

    Til að styðja við aðra meðferð og til að styrkja taugakerfi býður Margrét upp á meðferð sem hefur bein áhrif á ósjálfráða taugakerfið, Safe and Sound Protocol (SSP). SSP er notað bæði fyrir einstaklinga og litla hópa.

    Margrét sinnir fjölskyldum með ung börn gegnum sérhæfða tengslaeflandi meðferð; parent-infant psychotherapy.

  • 2022 Deep Brain Reorienting, 3ja daga nám og þjálfun hjá Frank Corrigan í DBR áfallameðferð. Í framhaldi handleiðsla hjá Corrigan x 1 í mánuði.

    2019 Námskeið í Parent-infant psychotherapy, alls 6 dagar, Anna Freud Center, London

    2018 - 2023 Hakomi Mallorca; Hakomi Mindful Somatic Psychotherapy, fjögurra ára nám og þjálfun samhliða vinnu í núvitundar- og líkamsmiðaðri sálrænni meðferð.

    2017 - 2018 Grunnþjálfun í EMDR meðferð hjá Roger Salomon, EMDRIA.

    2017 - 2018 Trauma Center, Boston og Guru Ram Das Center for Medicine and Humanology; Námskeið/þjálfun í áfallamiðuðu jóga, 40 klst.

    2016 - 2017 Kundalini Research Institute; stig 1 jógakennaranám, 220 klst.

    2008 - 2009 Somatic Trauma Therapy, alls 12 daga nám og þjálfun; Babette Rothschild, Cambridge Body Psychotherapy Centre.

    2002 - 2007 Derby Háskóli, Englandi; MSc gráða í samþættri sálrænni meðferð (integrative psychotherapy).

    1994 - 1997 Spectrum Therapy, London; grunnnám í sálrænni ráðgjöf og meðferð, þriggja ára nám samhliða vinnu.

    1986 - 1991 Háskóli Íslands; BSc gráða í Sjúkraþjálfun

    Auk ofangreinds hefur Margrét lokið sérhæfðum námskeiðum og sótt sér víðtækrar handleiðslu á sviði geðsjúkraþjálfunar og áfalla- og tengslameðferðar.

  • 2022 - núverandi sálmeðferðarfræðingu hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð

    2019 - 2022 EMDR stofan, áfalla- og sálfræðimeðferð; sálmeðferðarfræðingur

    2018 - 2020 Miðstöð foreldra og barna; tengslaeflandi innsæisvinna (Parent-infant psychotherapy) fyrir foreldra á meðgöngu og með ung börn, hlutastarf

    2017 - 2019 Sjálfsstætt starfandi sálmeðferðarfræðingur á eigin stofu, hlutastarf

    2017 - 2019 Sjálfstætt starfandi jógakennari, áfallamiðað jóga í litlum hópum fyrir konur.

    2009 - 2017 VIRK starfsendurhæfingarsjóður; Ráðgjafi og síðar sérfræðingur í starfsendurhæfingu.

    1999 - 2009 Landspítali – háskólasjúkrahús; Sérhæfður sjúkraþjálfari á líknardeild og endurhæfingardeild fyrir einstaklinga með krabbamein.

    1999 - 2009 Sjálfsstætt starfandi ráðgjafi/sálmeðferðarfræðingur á eigin stofu, hlutastarf

    1991 - 1999 Ýmis störf sem sjúkraþjálfari á Íslandi og í London, Englandi, meðal annars á geðdeildum, endurhæfingarstofnunum og líknardeild (hospice).

    Stundakennsla við Námsbraut í Sjúkraþjálfun, HÍ.

    Námskeið og fyrirlestrar fyrir faghópa og stéttarfélög