
Harpa Ýr Karínardóttir
-
Harpa Ýr sinnir börnum, ungmennum og fullorðnum sem glíma við sálfélagslegan vanda út frá áfalla og tengslamiðaðri iðjuþjálfun. Auk þess býður hún upp á náttúrutengda íhlutun og meðferð utandyra bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Áfalla- og tengslamiðuð nálgun barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra
Kulnun, AHDH kulnun, einhverfutengd kulnun
Skynúrvinnsla og áhrif áreita í umhverfi á líðan og færni við iðju- SPD- Sensory Processing Disorder
Kvíði og þunglyndi
Áfallastreita og almenn streita
Einhverfa ASD-Autism Spectrum Disorder
Félagsfærni
-
Streita, kulnun og áhrif áfalla og tengsla á framkvæmdafærni
Skynjöfnunar þjálfun (Sensory Regulation techniques) til að auka úthald og einbeitingu við iðju.
Framkvæmdafærni (Exceutive Functioning) og virkni í daglegu lífi.
Jafnvægi í daglegu lífi- milli einstaklings, iðju og umhverfis.
Náttúrutengd íhlutun og náttúrumeðferð utan dyra
-
Jafnvægi í daglegu lífi - Iðjuþjálfun
Skynjöfnunar meðferð- Sensory Regulation Therapy
Kortlagning skyn- og taugakerfis – Sensory Integration Theory og Polyvagal Theory
Sérhæfð meðferð í fyrir taugakerfið- Safe and Sound Protocol meðferð (SSP)
Slökun, Grounding og áfalla -og líkamsmiðuð meðferð
Harpa Ýr býður upp á áfalla- og tengslamiðaða meðferð fyrir börn og fullorðna með það að markmiði að auka færni í daglegu lífi og innsæi í hvernig áreiti umhverfisins hafa áhrif á líðan og hegðun. Lögð er áhersla á samspil líkama, huga og tilfinninga og leiða til að skapa aukið rými í taugakerfi til að takast á við breyttar venjur, líðan og hegðun. Aðlögun umhverfis og iðju er mikilvægur þáttur til að styðja við færni í daglegu lífi hvort sem um ræðir á heimili, vinnu eða skólaumhverfi. Lögð er áhersla á að yfirfæra notkun bjargráða í daglegt líf til að viðhalda og koma í veg fyrir frekari iðjuvanda.
Auk þess býður Harpa Ýr upp á SSP- Safe and Sound Protocol meðferð sem hefur áhrif á fínstillingu ósjálfráða taugakerfið sem styður afar vel við aðra meðferð. SSP nýtist vel fyrir börn og fullorðna með taugaþroska frávik s.s. ADHD og einhverfu en einnig börnum og fullorðnum með áfallastreitu.
-
2022 Foundational Safe and Sound Protocol (SSP) Training & Certification- Stephen Porges, netnámskeið
2021 Clinical Applications of Polyvagal Theory in Trauma Treatment -Stephen Porges og Deb Dana: Integrating the Science of Safety, Self-Regulation and Attachment
2020 Solihull Approach Training the trainers- kennarararéttindi - Geðverndarfélag Ísl.
2020 Brautargengi - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
2019 Solihull Approach grunnnámskeið - Geðverndarfélag Íslands
2018 Joga Nidra kennararéttindi- Matsyendra Saraswati -Yogavin
2015 Evaluation of Social Interaction Skills (ESI) certification- LSH
2014 Adventure Therapy for youngsters with mental illness, 5 dagar- Dochamps- Belgia
2014 Parent Infant Psychotherapy, 6 dagar - Anna Freud Center -London.
2011 - 2012 M.S í Organisational Behaviour and Talent Management - Háskólinn í Reykjavík.
2009 - 2010 Experiential learning and Outdoor education, 1 ár- Via Experientia -International Academy for Experiential Education –Belgía, Litháen, Ísland og Ítalía
2007 Advanced Group Counseling Skills- Boston USA
2006 Samspil skynjunar- Sensory Profile. Iðjuþjálfafélags Íslands.
2006 Adventure Baced Counseling-Boston USA
2001 - 2005 B.Sc í Iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. 4 ára grunnnám.
Að auki hefur Harpa Ýr lokið ýmsum sérhæfðu námskeiðum og sótt handleiðslu á sviði iðjuþjálfunar og áfalla og tengslameðferðar.
-
2022 - núverandi Iðjuþjálfi hjá Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð
2021 - 2023 Mánaberg-vistheimili barna á vegum Barnaverndar- Uppeldis og meðferðarráðgjafi.
Verkefni: Að greina vanda barna og fjölskyldna, veita tengslamiðaða ráðgjöf og leiðbeiningar í foreldrahlutverki og við umönnun barna í daglegu lífi. Vinna með fósturbörnum, fósturforeldrum, börnum á flótta og börnum með áfallastreitu, tengslavanda og tengslarof.
2020 - 2021 Hraunberg- skammtímavistun unglinga á vegum Barnaverndar- Forstöðukona.
Verkefni: Þróun gæða og fagnálgunar í starfi með ungmennum, Að greina vanda ungmenna, veita áfalla- og tengslamiðaða ráðgjöf og umönnun, byggja upp daglega rútínu, virkja ungmenni í félagstörfum og tómstundum og almennur stuðningur við iðju í daglegu lífi. Samvinna nærumhverfis og fjölskyldna ungmenna á leið í eða úr fóstri. Vinna með ungmenni á flótta og ungmenni með áfallastreitu, tengslarof eða ótilgreindan geð- eða fíknivanda.
2020 - Núverandi Lífs-Iðja- Meðferðarstofa opnuð í júlí 2020 -Sjálfstætt starfandi Iðjuþjálfi
Verkefni: Þróun áfalla- og tengslamiðaðrar iðjuþjálfunar fyrir einstaklinga með sálfélagslegan vanda. Einstaklingsmiðuð náttúrumeðferðar. Fyrirlestrar
2019 - 2020 Bergið Headspace- Verkefnastjóri fagmála og ráðgjafi í málefnum ungmenna
Verkefni: Uppbygging og þróun lágþröskuldar úrræðis fyrir ungmenni í vanda, Þróun og mótun á fagstarfi, verkferlum, matsferlum fyrir þjónustu, uppsetning á mælingum og tölfræðilegum upplýsingum, umsókn styrkja, hönnun markaðsefnis.
2015 - 2019 Velferðarsvið Kópavogsbæjar- Iðjuþjálfi í Þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra
Verkefni: Innleiðing og þróun á starfi iðjuþjálfa í öldrunarmálum, Innleiðing Rai- Home Care, gæðamál í heimaþjónustu, ráðgjöf til notenda og aðstandenda, matsfulltrúi fyrir Færni og Heilsumatsnefnd, byltuvarnir og hjálpartæki inn á heimili, þáttaka í innleiðingu CareOn rafrænni heimaþjónustu.
2010 - 2015 Geðendurhæfing Landspitali Háskólasjúkrahús - Kleppur
Verkefni: Innleiðing og þróun Náttúrumeðferðar í geðendurhæfingu, mótun iðjuþjálfunar í geðendurhæfingu, þróunn iðjuþjálfunar í FMB-teymi (Foreldri, Meðganga, Barn), innleiðing grounding meðferðar, þátttaka í þróun CRT meðferðar, fyrirlestrar í aðstandendafræðslu.
2009 - 2010 Barna og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahús - BUGL
Verkefni: Þróun náttúrumeðferðar, þjálfun barna og unglinga, náttúrumeðferð með ungmennum á hálendi Íslands.
2005 - 2009 Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Verkefni: Umsjón með hópþjálfun barna, innleiðing félagsfærniþjálfunar með hugmyndafræði reynslunáms og náttúrumeðferðar.
2004 Notandi spyr Notenda með notendahóp Hugarafls – Tilnefning til nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands.
Verkefni: verkefnastjórn, þjálfun í viðtalstækni og framkomu, úrvinnsla niðurstaðna og kynning á niðurstöðum á málþingum og blaðamannafundum.
Auk þess hefur Harpa Ýr veitt stundakennslu iðjuþjálfanema við HA og Mastersnema í umhverfissálfræði við Swedish University of Agricultural Sciences -SUI auk námskeiða og fyrirlestra fyrir faghópa og á ráðstefnum.
Harpa Ýr starfar eftir siðareglum Iðjuþjálfa Félags Íslands og er með löggildingu Landlæknisembættis sem iðjuþjálfi og sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi.
Hún er stofnandi NÚM- Félag áhugamanna um Náttúrumeðferð á Íslandi, Adventure Therapy Europe og Nordic Outdoor Therapy Network auk þess sem hún situr í stjórn International Adventure Therapy Commtittee.